Nýr framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar

Ágúst Jensson/heimasíða Golfklúbbs Akureyrar
Ágúst Jensson/heimasíða Golfklúbbs Akureyrar

Ágúst Jensson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri GA.  Alls bárust 23 umsóknir um starfið.  Ágúst hefur að undanförnu starfað sem yfirvallastjóri golfvalla Golfklúbbs Reykjavíkur, en hefur einnig verið vallarstjóri Korpúlfsstaðarvallar og unnið á Kings og Queens golfvöllunum á Gleneagles í Skotlandi.

Ágúst er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og hefur auk þess lokið námi í golfvallafræðum frá Elmwood College í Skotlandi.   Ásamt störfum sínum hjá GR hefur Ágúst sinnt þjálfun í yngri flokkum í körfuknattleik með hléum frá árinu 1997.  Þá þjálfaði Ágúst meistaraflokk kvenna í körfuknattleik hjá Fjölni síðastliðinn vetur. Rætt er við hann á heimasíðu GA

 

 

 

Nýjast