Beiðni um ábyrgð hafnað

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps lýsir yfir áhyggjum af þeim rekstrarvanda sem almenningssamgöngur á svæði Eyþings standa frammi fyrir. Eyþing, sem er Samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, hefur farið fram á sveitarfélögin ábyrgist 10 millj, kr. lán vegna hallareksturs almenningssamgangna á svæðinu. „. Ljóst er að lagt var upp með áætlun sem var langt frá öllum veruleika og allar forsendur í áætlunargerð virðast hafa verið rangar,“ segir í samþykkt sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps og hafnar sveitarstjórnin beiðni um að ábyrgjast lánið.

 

karleskil@vikudagur.is

Nýjast