Veltan frá áramótum 7,5 milljarðar

Frá Akureyri/mynd karl eskil
Frá Akureyri/mynd karl eskil

Liðlega fimmtíu kaupsamningum var þinglýst í ágúst vegna fasteignaviðskipta á Akureyri. Þar af voru 25 samningar um eignir í fjölbýli og 20 samningar um eignir í sérbýli. Heildarveltan var 1,2 milljarðar króna og meðalupphæð á samning 22,6 milljónir króna.

Í sama mánuði í fyrra var þinglýst 36 kaupsamningum og var veltan þá um 750 milljónir króna.

Átta fyrstu mánuði ársins var veltan vegna fasteignaviðskipta á Akureyri 7,5 milljarðar króna, en á sama tímabili í fyrra var veltan 7,1 milljarður króna.

 

karleskil@vikudagur.is

Nýjast