Varðskipið Týr verður gert út frá Akureyri

„Við höfum ákveðið að varðskipið Týr verði gert út frá Akureyri í vetur,  enda hefur staðið til í nokkuð langan tíma að skipið verði staðsett fyrir norðan. Við þetta bætist að nokkrir í áhöfn Týs eiga heima á Norðurlandi,  þannig að það er margt sem mælir með þessari ákvörðun,“ segir Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslu Íslands.

Sjúkraflugið

Georg segir að ákvörðunin um Týr verði gerður út frá Akureyri tengist ekki með beinum hætti vangaveltum um að Landhelgisgæslan taki hugsanlega við yfirstjórn sjúkraflutninga í landinu.

„Taki Landhelgisgæslan við sjúkrafluginu þarf jafnframt að skoða uppbyggingu flugdeildar stofnunarinnar. Meðal annars hefur verið rætt um að staðsetja þyrlu á Akureyri og okkar vilji stendur sannarlega til þess,"  segir Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslu Íslands.

 Nánar um þetta í prentútgáfu Vikudags

 

 

Nýjast