"Þetta er þörf ámmining"

„Það hefur verið talsverð uppbygging í bænum hvað varðar íþróttamannvirki á undangengnum árum sem hefur haft forgang og því miður getum við ekki gert allt í einu. Næstu skref eru hins vegar að huga að eldri mannvirkjunum,“ segir Tryggvi Gunnarsson formaður Íþróttaráðs Akureyrar. Eins og Vikudagur hefur greint frá, og fram kemur í ritgerð Jóhannesar G. Bjarnasonar íþróttafræðings frá HA, eru aðstæður í grunnskólum Akureyrar hvað íþróttakennslu varðar mjög mismunandi.

Akureyrarbær býr yfir bestu aðstæðum á landsvísu en jafnframt afar slökum aðstæðum. „Þetta er þörf áminning sem þarna kemur fram og við tökum þetta til skoðunar,“ segir Tryggvi.

Nánar er rætt við Tryggva í nýjustu prentútgáfu Vikudags.

throstur@vikudagur.is

Nýjast