Sveitarfélagið á að reka eins og hvert annað heimili

Eiríkur Björn Björgvinsson/mynd Karl Eskil Pálsson
Eiríkur Björn Björgvinsson/mynd Karl Eskil Pálsson

Rekstur bæjarsjóðs Akureyrar er þungur um þessar mundir, meðal annars vegna þess að útsvarstekjur eru minni en áætlun fyrir þetta ár gera ráð fyrir. Stundum er sagt að rekstur hins opinbera sé þungur í vöfum, langan tíma taki að breyta um stefnu.

„Við getum á vissan hátt líkt rekstrinum við stórt olíuskip, það tekur alltaf nokkurn tíma að breyta um stefnu. Það er hins vegar nauðsynlegt að reka sveitarfélagið eins og hvert annað heimili, útgjöld verða að vera í samræmi við tekjur, við getum ekki leyft okkur að fjármagna reksturinn með lántökum, slíkt gengi aldrei til lengdar. Ef við þurfum að skera niður í þjónustunni, hlýtur að vera eðlilegast að slíkur niðurskurður verði á þeim sviðum sem ekki eru lögbundin,“ segir Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri.

 

Ítarlega er rætt við Eirík Björn í prentútgáfu Vikudags

 

Nýjast