Skammarstrik í Freyvangi

"Leikararnir standa sig vel og frammistaða þeirra er nokkuð jöfn. Mest mæðir auðvitað á Emil og foreldrum hans ásamt vinnukonunni Línu og Alfreð vinnumanni. Þáttur Línu og Alfreðs er óvenjustór í þessari sýningu. Erla Ruth Möller leikur Línu nokkuð eftirminnilega og sýnir oft góða takta en eftirminnilegust eru þau Sigurður Bogi Ólafsson í hlutverki Emils og Steingerður Snorradóttir sem leikur Ídu. Svo ung sem Steingerður er fannst mér hún sýna mikla yfirvegun. hún fór mjög skýrt með textann og söng eins og engill. Sigurður Bogi er líka góður í hlutverki Emils en skammarstrikin hans hefðu mátt vera enn meira krassandi í uppsetningunni," segir Pétur Halldórsson en hann fór á frumsýningu Freyvangsleuikhússins, sem um þessar mundir sýnir Emil í Kattholti. Sjá grein Péturs hér

Nýjast