Nýr slökkviliðsstjóri á Akureyri
Framkvæmdaráð Akureyrar mælir með því að Þorvaldur Helgi Auðunsson í Reykjanesbæ verði ráðinn í stöðu slökkviliðsstjóra, en staðan var auglýst laus til umsóknar í sumar. Gengið verður formlega frá ráðningu hans í stöðuna á næstu dögum. Málefni slökkviliðsins hafa undanfarin misseri verið nokkuð í brennidepli vegna eineltis á vinnustaðnum. Þorvaldur Helgi er menntaður verkfræðingur á sviði áhættustýringar og öryggismála. Í dag starfar hann hjá Icelandair við verkefnastjórnun. Hann starfaði um árabil hjá Brunavörnum Suðurnesja og sömuleiðis við brunavarnir í álverinu í Straumsvík.