Mig langar aftur, en þó ekki
Alla þá sem vilja láta hreyfa við sér hvet ég til að fara að sjá Sek í Samkomuhúsinu. Ef orðið hrifinn lýsir því að hrífast af einhverju, hvort heldur sem er í fegurð eða ljótleika var ég mjög hrifinn af þessari sýningu, segir Hólmkell Hreinsson í leiklistargagnrýni um verkið Sek, sem frumsýnt var í Samkomuhúsinu á Akureyri í síðustu viku.
Úr þessum efniviði öllum vinnur Ingibjörg Huld Haraldsdóttir leikstjóri sýningu sem vekur sterkar tilfinningar, samúð og vorkunn, andúð og andstyggð, óhugnað og hrifningu og allt þar á milli.
Félagi minn lýsti tilfinningunni sem bjó mér í brjósti þegar dyr Samkomuhússins gamla lokuðust að baki mér. Mig langar aftur, en þó ekki, segir Hólmkell jafnframt.
Sjá nánar í prentútgáfu Vikudags