Glæsilegar myndir

Ragnar Hólm Ragnarsson kynningarfulltrúi Akureyrarbæjar er glúrinn ljósmyndari og á orðið ógrynni af myndum úr leik og starfi. Margar af betri myndum hans er að finna á heimasíðum bæjarins www.akureyri.is og www.visitakureyri.is en Vikudagur fékk einnig að glugga í einkasafn ljósmyndarans. Myndirnar birtast á opnu í Vikudegi í dag.

Ragnar Hólm er áhugamaður um fluguveiði og útivist og margar af myndum hans tengjast þeirri iðju. Hann hefur næmt auga fyrir litum og formum og er liðtækur vatnslitamálari. Hann hefur haldið fimm einkasýningar á vatnslitamyndum og er að undirbúa nýja sýningu sem haldin verður nú í haust. Nokkrar af vatnslitamyndum hans má skoða á heimasíðunni www.ragnarholm.wordpress.com.

Nýjast