Fleiri ferðamenn en bjartsýnustu menn þorðu að vona

„Við heyrum ekki annað en að ferðaþjónustufólk á svæðinu sé almennt ánægt með sumarið,“ segir María Helena Tryggvadóttir verkefnastjóri ferðmála hjá Akureyrarstofu.

Um 72 þúsund farþegar komu með skemmtiferðaskipum til Akureyrar í sumar sem er aukning um 8% frá því í fyrra. Miðað við áætlaðan fjölda á hótelum, gistiheimilum og í orlofsíbúðum í bænum og óskráðri gistingu í kringum stórar ferðhelgar, segir María að óhætt sé að staðhæfa að fjöldi gesta á Akureyri í sumar hafi farið langt yfir 200 þúsund. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að staðfestar tölur um gistingu muni sýna enn meiri aukningu en bjartsýnustu menn  þorðu að vona,“ segir hún.

 

Nánar um þetta í prentútgáfu Vikudags

Nýjast