Eyjafjarðarsveit mótmælir fyrirhugðum flutningi flugvallarins úr Vatnsmýri

Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit/mynd Hörður Geirsson
Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit/mynd Hörður Geirsson

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkt á fundi sínum á miðvikudaginn bókun, þar sem fyrirhugðum flutningi flugvallarins úr Vatnsmýrinni er mótmælt.

”Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur er nú í auglýsingu. Í tillögunni er gert ráð fyrir flutningi á flugvellinum úr Vatnsmýrinni.
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar bendir á ábyrgð borgarstjórnar gagnvart landinu öllu og mótmælir því harðlega að flugvöllurinn verði færður nema nýr flugvöllur verði tryggður með sambærilegu öryggi og í svipaðri fjarlægð frá stjórnsýslu rískisins og helstu þjónustu- og sjúkrastofnunum,” segir í bókun sveitarstjórnar.

Nýjast