Bátur standaður á Gáseyri
Björgunarsveitir frá Akureyri og Dalvík voru kallaðar út nú á tíunda tímanum þegar tilkynning barst um að bátur væri strandaður á Gáseyri, rétt út af ósum Hörgár. Fjórir menn eru um borð. Fyrst um sinn var ekki talið að mikil hætta væri á ferðum þar sem veður er þokkalegt þótt gangi á með rigningu. Þá var ætlunin að sækja tvo af þeim sem um borð eru þar sem þeir eru vanbúnir, þ.e. ekki í flotgöllum, og sjá svo til með aðrar aðgerðir.
Skömmu síðar var svo forgangur útkalls hækkaður þar sem öldugangur er nú nokkur á staðnum og mótor bátsins fallinn af.
Tveir björgunarbátar eru á leið á staðinn og verða komnir þangað innan nokkurra mínútna. Þegar búið er að tryggja öryggi þeirra sem á skipinu eru verður tekin ákvörðun um framhald aðgerða, segir í tilkynningu frá Landsbjörg