Bátuirnn kominn á flot

Búið er að ná bátnum sem strandaði við ósa Hörgsár fyrr í kvöld á flot. Björgunarbátar frá Dalvík og Akureyri náðu að toga í hann þannig að hann losnaði af sandrifinu þar sem hann sat fastur. Hann var svo dreginn til Hjalteyrar enda vélarlaus. Mennirnir fjórir sem voru um borð eru allir heilir á húfi.

Nýjast