Þegar Jódi gat ekki étið vegna þoku við Tjörnes

Jósteinn Finnbogason um borð.
Jósteinn Finnbogason um borð.

Eftirfarandi saga af Jósteini Finnbogasyni, sem sé Jóda skarfi, þeim ógleymanlega manni, byggir á frásögn Steingríms Björnssonar frá Ytri-Tungu á Tjörnesi:

Jósteinn var sem oftar á trillu sinni á handfæri utan við Voladalstorfu þegar skall yfir sótsvört þoka, svo ekki sást til miða. Jódi taldi ástæðulaust að hanga þar lengur í von um að létti til og tók heimstímið. Með hjálp áttavitans gekk það að óskum og er hann lagði bátnum að bryggju á Húsavík og hafði fest hann, var hans fyrsta verk að opna matarkassann og fara að éta af kappi.

Kunningi hans, sem kom þarna að, kallaði í Jóda og spurði hvort hann hefði ekki haft tíma til að borða á heimstíminu. Jódi svaraði:

„Jú, en þokan var svo kolöskusvört að ég fann bara ekki matarkassann í bátnum.“

 


Athugasemdir

Nýjast