Snemma beygðist þungarokkskrókurinn Þráins

Þráinn  Árni Baldvinsson.
Þráinn Árni Baldvinsson.

 

Árið 1989 birtist viðtal í blaði við ágætan Þingeying þar sem hann lýsti ýmsum hörmungum sem hann tengdi við Reykjavík og sagði m.a:

„Önnur hræðileg upplifun var þegar ég fór með ungum syni mínum til Reykjavíkur. Strákurinn var alveg óður að komst á tónleika með þungarokksveitinni Kiss og þar sem ég vildi ekki senda hann einan, fór ég með honum suður. Og þvílíkur djöfulgangur! Ég hef unnið í járnsmiðju en það jafnast  ekkert á við þessi öskur. Ég var með eldhúsrúllu með mér og ég held að bróðurpartur hennar hafi verið kominn inn í eyrun á mér.“

Sagði Baldvin Kristinn Baldvinsson, sá þekkti bóndi, söngvari og hestamaður í Torfunesi í Kinn. Og spurning hvort hann setur græjurnar í botn þegar sonurinn sem hann fór með suður til að sjá Kiss fyrir aldarfjórðungi, virtúósinn Þráinn Árni, þenur gítarinn með hinu magnaða víkingametalbandi Skálmöld.  JS


Athugasemdir

Nýjast