Salómonsdómur Júlíusar Havsteen

Þessi saga er skrásett eftir frásögn Svafars Gestssonar:

Eitt sinn þegar Sigurður Bjarklind kaupfélagsstjóri á Húsavík var á ferð um bæinn, þá varð á vegi hans Guðmundur nokkur Guðmundsson, gjarnan nefndur Gvendur ralli, og vel slompaður eins og stundum. Þarna gerði ralli sig klárlega sekan um brot á lögum um ölvun á almannafæri, þannig að Sigurður, sem hafði ímugust á áfengisneyslu almennt, kærði Gvend  umsvifalaust til sýslumanns sem þá var Júlíus Havsteen.

Júlíus tók sér góðan tíma til að gaumgæfa kæruna, en kallaði síðan Gvend á sinn fund og kvað upp dóminn. Og hann var á þá leið að ralli væri hér með dæmdur til að láta Sigurður Bjarklind ekki verða á vegi sínum,  næst þegar hann færi á fyllerí! JS


Athugasemdir

Nýjast