Haraldur gaf lítið fyrir kröfur rauðvínspáfans

Jónas Kristjánssonþ
Jónas Kristjánssonþ

 

Jónas Kristjánsson, matgæðingur og þáverandi ritstjóri DV, var fyrir einhverjum áratugum að tuða um það í blaði sínu að það skorti fjölbreytni í ostagerð á Íslandi. Haraldur Gíslason, mjólkurbússtjóri á Húsavík, var spurður um þessa kröfu Jónasar og svaraði eitthvað á þessa leið:

"Það hvarflar ekki að mér að fara að hlaupa á eftir einhverjum sérkröfum rauðvínspáfans Jónasar á DV. Íslendingar vilja sinn mjólkurost og engar refjar og myndu ekki líta við þeim sérostum sem Jónas er alltaf að heimta. Hann getur bara étið sína osta í útlöndum þar sem hann er hvort eð er alltaf að þvæla, étandi  og sullandi í rauðvíni." JS


Athugasemdir

Nýjast