06.03.2021
„Viðtökurnar hafa verið alveg ótrúlegar og virkilega gaman að geta boðið upp á svona gleðibombu eftir allt sem hefur gengið á undanfarna mánuði. Við erum líka svo glöð að sjá hvað fólk er duglegt að mæta í leikhúsið eftir þennan langa menningardvala,“ segir Birna Pétursdóttir leikkona. Hún ásamt Vilhjálmi B. Bragason og Árna Beinteini Árnasyni standa að gamanleiknum Fullorðin sem Leikfélag Akureyrar sýnir um þessar mundir í Menningarhúsinu Hofi. Sýningin hefur slegið í gegn og fengið fína dóma. Vegna eftirspurnar hefur þurft að bæta við sýningum fram í apríl og verður haldið áfram að bæta við eftir þörfum. Leikarar sýningarinnar þau Birna, Árni og Vilhjálmur eru einnig höfundar verksins þar sem þau fjalla á sprenghlægilegan hátt um grátbroslegar hliðar þess að fullorðnast, pressuna um að vera með allt á hreinu, eiga fasteign, vera með menntun, góða vinnu, eiga maka og börn - því annars er lífið misheppnað. Vikublaðið ræddi við Birnu um sýninguna og hana sjálfa.
Lesa meira
05.03.2021
Húsasmiðjan hefur sagt upp leigusamningum sínum á Húsavík en um er að ræða tvo samninga. Annars vegar að húsi verslunarinnar sem er í eigu einkaaðila og hins vegar vöruskemmunnar sem er í eigu Norðurþings. Núverandi samningur rennur því út í desember n.k.
Lesa meira
01.03.2021
Guðrún Einarsdóttir, ólst upp á Húsavík og er menntaður íþróttafræðingur, búin með grunnnám í sjúkraflutningum og er núna að læra hjúkrunarfærði við Háskólann á Akureyri. „Ég kenndi íþróttir við Borgarhólsskóla í nokkur ár en hætti því þegar ég byrjaði í HA, samhliða náminu er ég að vinna á Dvalarheimilinu Hvammi og í sjúkraflutningum fyrir Slökkvilið Norðurþings. Síðast liðið haust tók ég við sem formaður Leikfélags Húsavíkur en var áður í stjórn leikfélagsins,“ segir hún.
Í fyrra setti Leikfélag Húsavíkur upp Litlu Hryllingsbúðina sem fékk frábærar viðtökur en þá gerðist svolítið sem heitir Covid-19. Sýningarnar urðu því ekki eins margar og eftirspurnin kallaði eftir og því hefur verið ákveðið að halda áfram með sömu sýningu á þessu leikári og eru æfingar að hefjast á ný þessa dagana. Að sögn Guðrúnar er stefnt á aðra frumsýningu laugardaginn 20. mars. Guðrún er Norðlendingur vikunnar.
Lesa meira
27.02.2021
Ingibjörg Isaksen, bæjarfulltrúi á Akureyri og framkvæmdastjóri Læknastofa Akureyrar, tók áskorun Helga Héðinssonar og sér um matarhornið þessa vikuna. „Ég var lengi vel kennari í Brekkuskóla og sundþjálfari en sundið hefur leikið stóran part í mínu lífi frá unga aldri. Ég var í unglingalandsliðinu og landsliðinu í sundi, þjálfaði og kenndi sund, m.a. skriðsundsnámskeið sem eru afar vinsæl hér á Akureyri. Þegar pólitíkin fór svo að taka meiri tíma varð eitthvað undan að láta og tóku þá aðrir við sundkennslunni. Dagskrá vikunnar er yfirleitt þétt skipuð hjá okkur og matseldin því oftast einföld á virkum dögum en um helgar bjóðum við oftar en ekki fjölskyldu eða vinum í mat,“ segir Ingibjörg. „Ég er þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga stóra fjölskyldu en samtals eigum við hjónin sex börn og eitt barnabarn. Á borði fjölskyldunnar er reglulega kjöt og má segja að lambalærið klikki aldrei. Því bregður því oft við um helgar að lambalæri sé skellt á grillið og stórfjölskyldunni boðið í mat. Okkur finnst afar gaman að elda góðan mat og eins að bjóða fólki í mat. Við reynum eftir fremsta megni að kaupa hráefnin úr héraði þar sem því verður við komið en við kaupum t.d. kartöflurnar okkar ýmist frá Þórustöðum eða Lómatjörn, kjöt úr héraði og veljum íslenskt grænmeti þegar það er í boði. Ég ætla að deila með ykkur uppskrift af einföldum en afar góðum réttum.
Lesa meira
26.02.2021
Tveir aðilar hafa líst yfir áhuga á að taka við rekstri ÖA
Lesa meira
25.02.2021
Endurvekja rekstur Ásprents í samstarfi við KEA
Lesa meira
25.02.2021
Bóluefnið verður nýtt til að bólusetja íbúa 80 ára og eldri og farið langleiðina með að klára þann hóp
Lesa meira
25.02.2021
Sveitarstjórn Norðurþings tók nýverið umræðu um brýna viðhaldsþörf Húsavíkurkirkju sem fjallað hefur verið um að undanförnu. Mikill fúi hefur fundist víða í burðarviki kirkjunnar, krossum og skrautlistum. Þá er safnaðarheimilið, Bjarnahús einnig í mikill þörf fyrir viðhaldsframkvæmdir.
Lesa meira
24.02.2021
Efla á stafræna prentun og límmiðaprentun-Búið að fastráða sex starfsmenn
Lesa meira