Hungurgöngulýður ásótti Ófeigsstaði

Baldur á Ófeigstöðum og Egill Jónasson.
Baldur á Ófeigstöðum og Egill Jónasson.

Egill Jónasson kom í Ófeigsstaði, að hitta vin sinn Baldur Baldvinsson oddvita. Þá stóð svo á að hreppsnefnd var þar á fundi og varð hann að bíða þar til fundi var lokið með tilheyrandi kaffidrykkju. Egill orti:

Vistasveltu vesæls manns

vitnar beltisstaður.

Er í keltu oddvitans

utanveltu maður.

 

Baldur svaraði:

 

Illa föngin endast þeim

oft er svöngum býður.

Sækir löngum hingað heim

hungurgöngulýður.

 

 


Athugasemdir

Nýjast