Ungar og upprennandi leikkonur
Embla Björk Jónsdóttir 10 ára og Særún Elma Jakobsdóttir 12 ára leika eitt aðalhlutverkið í leikritinu Sek sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í kvöld í Samkomuhúsinu. Þær stöllur leika til skiptis eina sögupersónuna í leikritinu, hana Guðrúnu Jónsdóttur sem er á níunda ári.
Ég er reyndar smá kvíðin þar sem allur bekkurinn minn kemur til að horfa á sýninguna. En annars erum við alveg tilbúnar í þetta, segir Særún, sem býr á Dalvík. Ég er einnig vön að koma fram þannig að það er enginn kvíði hjá mér, segir Embla og bætir við að æfingarnar hafi gengið vel. Það hefur komið fyrir að maður gleymir setningum en það er ekkert til þess að hafa áhyggjur af.
Nánar er rætt við vinkonurnar í prentútgáfu Vikudags
throstur@vikudagur.is