Töff að vera edrú
Félagsþrýstingurinn er oft mikill og þess vegna þurfum við að koma þeim skilaboðum til unglinga að það sé töff að vera edrú í stað þess að vera ofurölvi og vita ekkert hvað maður er að gera. Við verðum að gera edrúmennskuna meira töff og þar erum við fullorðna fólkið fyrirmyndin. Það er okkar að sýna að það sé eðlilegra að vera edrú en undir áhrifum áfengis, segir Gréta Kristjánsdóttir forvarnarfulltrúi Akureyrarbæjar.
Áfengisdrykkja hefur dregist saman á síðustu tuttugu árum. . En ákveðinn hópur er samt alltaf í neyslu og það er eitthvað sem hefur alltaf verið. Það er alveg sama hvað þú leggur þig fram í forvörnum, tiltekinn hópur lætur sér ekki segjast og prófar vímuefni. Ég hef meiri áhyggjur af framhaldsskólanemum og þá sérstaklega unglingum á aldrinum 16-17 ára sem eru að stíga sín fyrstu spor í framhaldsskólunum.
Nánar er rætt við Grétu í prentútgáfu Vikudags
throstur@vikudagur.is