Stefnir í fleiri stúta

Það sem af er ári hafa 56 ökumenn verið kærðir fyrir ölvun við akstur í umdæmi lögreglunnar á Akureyri. Allt árið í fyrra voru 58 kærðir og því stefnir í verulega aukningu á ölvunarakstri á þessu ári. Í fyrra voru 67 kærðir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna en 44 hafa verið kærðir það sem af er ári.

throstur@vikudagur.is

Nýjast