Spennan magnast í fallslagnum
Þór og Keflavík gerðu 2-2 jafntefli á Þórsvelli í gærkvöld í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Chuck Chijindu og Mark Tubæk skoruðu mörk Þórs en Bojan Ljubicic og Jóhann Birnir Guðmundssson mörk Keflavíkur. Þegar tvær umferðir er eftir í deildinni er spennan í algleymingi fallbaráttunni. ÍA er þegar fallið en Víkingur Ólafsvík, Þór, Keflavík, Fylkir og Fram eiga öll í hættu á að falla með Skagamönnum. Víkingur Ó. situr sem er í fallsæti með sautján stig en Þór hefur átján stig sæti ofar. Þór tekur á móti ÍA á sunnudaginn kemur en sækir ÍBV heim í lokaumferðinni, sunnudaginn 29. september.