Slydda í innsveitum

Akureyri í morgun/mynd karl eskil
Akureyri í morgun/mynd karl eskil

Í dag verður norðaustlæg átt á Norðurlandi eystra og rigning, en slydda í innsveitum. Hæg suðlæg eða breytileg átt á morgun og úrkomuminna. Hiti 1 til 8 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Fremur hæg breytileg átt og rigning með köflum, en úrkomulítið norðantil. Hiti 5 til 13 stig, svalast NV-til.

Á miðvikudag:
Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og rigning með köflum, en úrkomuminna norðvestantil. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag:
Norðaustan 5-13 og rigning eða slydda á Vestfjörðum, annars hægari breytileg átt og rigning af og til. Kólnar lítið eitt.

Á föstudag:
Vaxandi norðanátt með rigningu eða slyddu norðantil, en slyddu eða snjókomu norðvestanlands. Yfirleitt þurrt á S-verðu landinu. Kólnandi veður.

Á laugardag:
Hægari norðaustlæg átt. Stöku él norðaustantil, en annars skýjað með köflum eða bjartviðri og þurrt víðast hvar. Hiti 0 til 7 stig sunnanlands, en hiti um eða undir frostmarki fyrir norðan.

Á sunnudag:
Útlit fyrir austan átt, heldur hlýnandi veður og þurrt að kalla, en fer að rigna sunnantil á landinu þegar líður á daginn.

Nýjast