Sigur og tap hjá SA

Björninn lagði SA Jötna að velli, 7-1, er liðin áttust við í Egilshöll á Íslandsmóti karla í íshokkí sl. þriðjudagskvöld. Lars Foder skoraði þrennu fyrir Björninn og þeir Falur Birkir Guðnason, Brynjar Bergmann, Daniel Kolar og Jón Árni Árnason eitt mark hver. Mörk Jötna skoruðu þeir Ingþór Árnason og Ben DiMarco.

SA Víkingar höfðu hins vegar betur gegn SR Fálkum, 5-2, sl. helgi þar sem Jóhann Már Leifsson skoraði tvívegis fyrir SA og þeir Orri Blöndal, Björn Már Jakobsson og Sigurður Reynisson eitt mark hver. Pétur Maack skoraði bæði mörk SR Fálka. Eftir þrjár umferðir er Björninn í efsta sæti deildarinnar með 8 stig, SA Víkingar hafa 7 stig í öðru sæti og SR 6 stig í þriðja sæti.

Nýjast