Sigur hjá KA/Þór
Stúlkurnar í KA/Þór höfðu betur gegn Aftureldingu á heimavelli, 31-23, í annarri umferð Olís-deildar kvenna í handknattleik sl. helgi. Norðanstúlkur höfðu yfir í hálfleik, 15-12. Martha Hermannsdóttir skoraði tíu mörk fyrir KA/Þór í leiknum, þar af fjögur úr víti. Katrín Vilhjálmsdóttir skoraði fimm mörk, Birta Fönn Sveinsdóttir fjögur, Arna Valgerður Erlingsdóttir, Lilja Sif Þórisdóttir og Simone þrjú mörk hver, Erla Heiður Tryggvadóttir tvö mörk og Klara Fanney Stefánsdóttir eitt mark. Hjá Aftureldingu var Hekla Daðadóttir markahæst með tíu mörk. Næsti leikur KA/Þórs er gegn Gróttu á útivelli á laugardaginn kemur.