Sértekjur Sjúkrahússins á Akureyri eiga að hækka um 22,1 milljón

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er gert er ráð fyrir að rekstrargjöld Sjúkrahússins á Akureyri verði 4.916,1 m.kr. á næsta ári og hækki samtals um 50,5 m.kr. þegar frá eru taldar almennar launa- og verðlagsbreytingar sem nema 156,6 m.kr.

„Skýrist sú hækkun af framlagi til jafnlaunaátaks stjórnvalda en stofnunin fær samtals 122,6 m.kr. til að mæta útgjaldahækkunum vegna stofnanasamninga við tilteknar starfsstéttir. Tímabundið framlag til tækjakaupa í núgildandi fjárlögum að fjárhæð 50 m.kr er fellt niður. Þá er sértekjukrafan hækkuð um 22,1 m.kr. vegna áforma um innheimtu gjalds á hvern legudag á sjúkrahúsinu til að mæta veltutengdu aðhaldsmarkmiði stjórnvalda,“ segir í fjárlagafrumvarpinu.

 

karleskil@vikudagur.is

Nýjast