Sek - sterk upplifun
"Í Sek hefur verið vandað til verka í alla staði, hvert einasta smáatriði úthugsað jafnt í texta sem í leikmynd. Það er alveg klárt að mikil vinna hefur verið lögð í alla sýninguna allt frá því að hugmyndin að handritinu hefur kviknað og þar til verkið varð tilbúið til sýningar. Leikstjórnin er frábær hjá Ingibjörgu Huld. Það er svo gaman og gott fyrir sálina að sitja í vönduðu leikhúsi, þar sem að áhorfandinn finnur að mikil vinna hefur verið lögð í sýningu," segir Júlíus Júlíusson á Dalvík um leikritið Sek, sem Leikfélag Akureyrar frumsýndi í síðustu viku.
Pistil Júlíusar má sá hér