Opna einkastofu í barna-og unglingageðlækningum
Páll Tryggvason barna-og unglingageðlæknir og Eyrún K. Gunnarsdóttir sálfræðingur hafa opnað einkastofu á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Samkvæmt heimildum Vikudags hafa þau Páll og Eyrún samið um tímabundna leigu á meðan leitað er eftir hentugri aðstöðu utan sjúkrahússins. Enginn barna-og unglingageðlæknir hefur verið starfandi á Akureyri frá því að Páll sagði upp störfum sem yfirlæknir barna- og geðlæknasviðs á sjúkrahúsinu í mars síðastliðnum. Þá hefur FSA ráðið til sín sálfræðing sem mun bæði vinna sjálfstætt og í samstarfi við barnalækna.