Olís selur metan Norðurorku

OLÍS annast sölu og markaðssetningu á því metani sem Norðurorka framleiðir úr hauggasi úr gömlu sorphaugunum á Glerárdal við Akureyri, samkvæmt samstarfssamningi.

„Það hefur lengi legið í loftinu að semja við olíufélag um sölu- og markaðsmálin segir Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku hf.  Félagið er í grunninn framleiðsludrifið orkufyrirtæki og því töldum við árangursríkara að semja við OLÍS um sölu- og markaðssetningu eldsneytisins, enda þeirra sérgrein.“

OLÍS hefur aukið hlut sinn í metansölu en fyrirtækið gerði nýverið samning um kaup meginhluta þess metans sem framleitt er af SORPU hf. á höfuðborgarsvæðinu. OLÍS hefur einnig sett upp metanafgreiðslu við eldsneytisstöð sína í Mjóddinni í Reykjavík. „ Við hjá OLÍS erum mjög ánægð með að vera orðin leiðandi í sölu- og markaðssetningu metans á landsvísu segir Samúel Guðmundsson framkvæmdastjóri vörustýringasviðs OLÍS,“ í tilkynningu,

Nýjast