Nauðsynlega þarf að bæta starfsskilyrði fyrirtækja
Við hjá Samtökum atvinnulífsins undirstrikum að öflugt atvinnulíf er grundvöllur góðra lífskjara, segir Björgólfur Jóhannsson formaður Samtaka atvinnulífsins og forstjóri Icelandair Group. Fyrirtæki fjárfesta ekki ef þau búa við slæm skilyrði og fjárfestingar fyrirtækja á undanförnum árum eru minni en í samkeppnislöndunum, þannig að það þarf nauðsynlega að bæta starfsskilyrðin. Að öðrum kosti er tómt mál að tala um aukinn kaupmátt og að lífskjör heimilanna batni á komandi árum. Þessar staðreyndir þarf að ræða í komandi kjaraviðræðum."
Nánar er rætt við Bjrgólf í prentútgáfu Vikudags