Leikskólar lokaðir í sex daga

Leikskólar á Akureyri verða lokaðir sex virka daga frá ágúst sl. og fram til júní næsta sumar. Leikskólar hafa heimild til að loka þrjá heila daga og fjórum sinnum eftir hádegi vegna starfsmannafunda. Fyrir skólaárið 2013-2014 er hins vegar veitt heimild fyrir auka starfsdegi vegna vinnu við innleiðingu á nýrri námskrá. Fyrirkomulagið er mismunandi eftir leikskólum.

Þannig er Lundarsel lokaður í fjóra heila daga og fjóra hálfa daga, en Iðavöllur í tvo heila daga og átta hálfa daga, svo dæmi sé tekið.

Foreldrar sem Vikudagur hefur rætt við eru margir hverjir ósáttir við fjölda lokunardaga og dæmi eru um að foreldrar taki út sumarfrísdaga til þess að mæta þessum frídögum.

throstur@vikudagur.is

Nýjast