Konur fá sér frekar tattú en karlar
Ég byrjaði að fikta við þetta heima hjá mér þegar ég var yngri og svo vatt þetta upp á sig. Ég fór til Bandaríkjana til að bæta við kunnáttuna og í náminu var farið vel yfir alla helstu grunnþætti. Það er hins vegar æfingin sem skapar meistarann í þessu, segir Jón Óli Helgason er eigandi Húðflúrstofu Norðurlands og jafnframt eini starfsmaðurinn.
Kvenfólk í meirihluta
Það eru bæði konur og karlar sem fá sér tattú en hins vegar hafa konur verið í meirihluta undanfarið. Í þessari viku eru t.d. níu konur á móti tveimur körlum sem eiga pantað húðflúr. Það er einnig talsverður munur á milli kynja á tegund tattúa og hvar á líkamanum fólk vill hafa húðflúrið. Kvenfólk fær sér yfirleitt minni tattú og þá fleiri en karla stærri en færri. Vinsælustu staðirnir hjá stúlkum eru t.d. ristin og herðablöðin á meðan strákar fá sér frekar á handleggi og á bakið.
Sjá nánar viðtal við Jón Óla í prentútgáfu Vikudags