"Komdu í krullu"
Mánudagskvöldið 7. október stendur Krulludeild Skautafélags Akureyrar fyrir nýliðakynningu í Skautahöllinni á Akureyri. Nýliðamót er á dagskrá í framhaldinu. Allir eru velkomnir á svellið frá kl. 20.30 til 22.30. Krullufólk með reynslu verður á svellinu og leiðbeinir gestum um réttu aðferðirnar. Allur búnaður er til staðar þannig að gestir þurfa einungis að mæta í hreinum og stömum íþróttaskóm og teygjanlegum buxum tilbúnir að láta koma sér á óvart með skemmtilegri íþrótt og viðbúnir því að falla fyrir henni. Í framhaldi af kynningunni er síðan ætlunin að halda stutt nýliðamót laugardagskvöldið 12. október.
Krulludeild Skautafélags Akureyrar var stofnuð 1996, en íþróttin var þó ekki mikið stunduð fyrr en skautasvellið komst undir þak með byggingu Skautahallarinnar. Um 30 manns stunda krulluíþróttina reglulega.