Kim M. Kimselius á Akureyri
Dagana 15.-17. október á sænski barna- og unglingabókahöfundurinn Kim M. Kimselius stefnumót við yfir 300 grunnskólanemendur á Akureyri. Hún mun lesa upp úr bókum sínum og ræða við nemendur. Norræna félagið á Íslandi stendur fyrir rithöfundaheimsókninni sem er samstarfsverkefni Norrænu félagana á öllum Norðurlöndunum og er tilgangur verkefnisins að auka þekkingu barna og unglinga á norrænum tungumálum.
Almenningi býðst að hitta rithöfundinn á Amtsbókasafninu þriðjudaginn 15. október milli kl. 16.30 og 17.30. Þar mun Kim M. Kimselius lesa upp úr bókum sínum og ræða við gesti safnsis. Nánar á heimasíðu Akureyrarbæjar