Kátir karlar í karlakór
Starfsár Karlakórs Akureyrar-Geysis á Akureyri er hafið og stefnt að líflegu starfi á komandi vetri. Ágúst Ólafsson formaður kórsins segir ánægjulegt að nýjar raddir hafi bæst í hópinn. Í kórnum eru hátt í fimmtíu félagar og í haust bættust við átta, þannig að veturinn lofar sannarlega góðu.
Skotlandsferð á næsta ári
Við höfum farið til útlanda með reglulegu millibili og núna er stefnan sett á Skotland næsta sumar. Þar ætlum við að halda tónleika og auðvitað er mikil tilhlökkun meðal okkar. Undirbúningur er þegar hafinn, en svona ferð krefst mikillar undirbúningsvinnu. Þegar stórt verkefni er í farvatninu skapast jákvæður og skemmtilegur andi í félagsstarfinu. Þannig að við erum fullir bjartsýni í upphafi vetrar.
Nánar um kórinn í prentútgáfu Vikudags