KA/Þór skellti Haukum

Martha Hermannsdóttir skoraði níu mörk.
Martha Hermannsdóttir skoraði níu mörk.

KA/Þór gerði sér lítið fyrir og skellti liði Hauka á heimavelli í Olís-deild kvenna í handknattleik í gærkvöld. Lokatölur urðu 25-24 norðanstúlkum í vil. KA/Þór hefur unnið báða heimaleiki sína í vetur og hefur fjögur stig eftir fjóra leiki. Sigurbjörg Hjartardóttir átti stórleik í marki KA/Þórs og varði 22 skot.

Martha Hermannsdóttir var markahæst í liði heimamanna með níu mörk, þær Simone Antonia, Erla Heiður Tryggvadóttir og Birta Fönn Sveinsdóttir skoruðu fjögur mörk hvor, Katrín Vilhjálmsdóttir skoraði tvö mörk og Laufey Lára Höskuldsdóttir  og Arna Valgerður Erlingsdóttir eitt mark hver. Hjá Haukum var Marija Gedroit markahæst með sex mörk.

Nýjast