Höldur styrkir LA
Höldur og Leikfélag Akureyrar endurnýjuðu á dögunum bakhjarlasamning sem felur í sér stuðning Hölds við félagið. Höldur leggur áherslu á að styðja við bakið á menningarstarfsemi á svæðinu því til eflingar og er bakhjarlasamningurinn liður í þeirri viðleitni. Leikfélag Akureyrar leitast við að tengjast öflugum fyrirtækjum á borð við Höld og er stuðningur sem þessi mjög mikilvægur starfsemi félagsins, segir í tilkynningu.