Hjóladagur og bíllaus dagur á Akureyri

Evrópsk samgönguvika er haldin 16.-22. september ár hvert og teygir nú anga sína til Akureyrar öðru sinni. Af því tilefni verður sérstakur hjóladagur fjölskyldunnar haldinn laugardaginn 21. september og daginn eftir er bíllaus dagur í bænum.

Dagskrá hjóladags fjölskyldunnar laugardaginn 21. september:

Kl. 13.00: Nýr göngu- og hjólreiðastígur formlega vígður við óshólma Eyjafjarðarár, sunnan flugvallar. Skorað á alla að mæta á reiðfákum sínum og hjóla síðan saman að Ráðhústorgi. Kl. 13.30: Kynning á vistvænum ökutækjum og rafhjólum á Ráðhústorgi. Hressing í boði fyrir hjólreiðafólk.

Dagskrá bíllausa dagsins sunnudaginn 22. september:

Kl. 13.45: Ókeypis strætóferð frá miðbæ í Krossanesborgir. Kl. 14.00: Gengið um Krossanesborgir með leiðsögn. Kl. 15.00: Ókeypis strætóferð frá Krossanesborgum inn í miðbæ.

Nýjast