Heyfengur yfirleitt góður
Sumir bændur eru að slá grænfóður þessa dagana, en seinni slætti túna er yfirleitt lokið og þar með heyskap, segir Sigurgeir Hreinsson framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Hann segir að sprettan í sumar hafi almennt verið nokkuð góð.
Á þeim stöðum sem kalið var verst vantar mismikið af heyi, þrátt fyrir að bændur hafi endurræktað túnin í vor. Í nóvember verður væntanlega kannað nákvæmlega hvernig bændur eru staddir, en mér sýnist að heyfengur s víðast hvar nokkuð góður.
Nánar um þetta í prentútgáfu Vikudags