Heilbrigðisstofnanir sameinaðar í byrjun næsta árs
Ég vænti þess að sameiningin taki gildi í byrjun næsta árs. Samkvæmt lögum er gert ráð fyrir einni heilbrigðisstofnun í hverju umdæmi, þannig að það þarf ekki að breyta lögum vegna þessa, segir Kristján Þór Júlíusson um sameiningu heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni. Markmiðið er að skapa aukna möguleika á samstarfi og samnýtingu, öflugri og stöðugri mönnun og síðast en ekki síst að skapa sterkari rekstrar- og stjórnunareiningar. Þannig að þetta er ekki aðeins gert í sparnaðarskyni, segir Kristján Þór.
Nánar er rætt við hann í prentútgáfu Vikudags