Haustið tími líkamsræktarstöðva

Eftir að hafa gert vel við sig í mat og drykk yfir sumartímann hyggjast margir ná af sér syndum sumarins í  líkamsræktarstöðvum. Aðrir vilja einfaldlega auka vellíðan með reglulegri hreyfingu. Mörgum þykir hins vegar erfitt að koma sér af stað eftir frí en aðrir fara of geyst. Vikudagur ræddi við Aðalbjörgu Hafsteinsdóttur eiganda Bjargs líkamsræktarstöðvar á Akureyri.

„Haustin eru alltaf mjög annasöm hjá okkur og mikið að gera. Fólk hreinlega streymir inn eftir sumarið. Þetta er lífsstíll hjá mörgum en árstíðabundið hjá öðrum sem hvíla sig á sumrin eða hreyfa sig úti. Það myndast því alltaf ákveðin stemmning á haustin bæði þegar nýir kúnnar bætast í hópinn og fólk kemur eftir frí,“ segir Aðalbjörg, eða Abba eins og hún er jafnan kölluð.

-Hvað ráðleggur þú fólki sem er að koma í líkamsrækt í fyrsta sinn eða eftir langt hlé?

„Ég legg mikla áherslu á að fólki finnist gaman í ræktinni og að það hlakki til að mæta. Einfaldast er að byrja á því að fara í tækjasal og fara rólega af stað fyrsta mánuðinn. Síðan er hægt að velja ýmis námskeið og þrektíma."

throstur@vikudagur.is

Nánar er rætt við Öbbu í nýjustu prentútgáfu Vikudags.

Nýjast