Hæglætis veður í kortunum

Veðurstofan gerir ráð fyrir hægviðri á Norðurlandi eystra í dag, hiti verður á bilinu 2-7 stig, en viða næturfrost. Veðurhorfur á landinu fyrir næstu daga:

Á þriðjudag:
Fremur hæg breytileg átt og víða bjartviðri en skýjað með köflum á Austurlandi. Hiti 2 til 9 stig að deginum.

Á miðvikudag:
Suðlæg átt, 5-10. Rigning S- og V-lands en annars þurrt. Hiti 3 til 10 stig.

Á fimmtudag:
Suðaustan 5-10 m/s S-lands en gengur í norðaustan 8-13 á Vestfjörðum. Hægari austlæg átt A-lands. Rigning eða súld en úrkomulítið NA-lands. Hiti 4 til 10 stig.

Á föstudag:
Norðan 8-13 og slydda NV-til en annars suðaustan 5-10 og rigning. Hiti 1 til 10 stig, svalast á Vestfjörðum.

Á laugardag:
Útlit fyrir norðanátt V-til en suðaustanátt A-til. Rigning í flestum landshlutum. Hiti 3 til 9 stig.

Nýjast