Glerá virkjuð
Skrifað verður undir samninga í næstu viku við Fallorku efh. um að fyrirtækið reisi og reki 3,3 MW vatnsaflsvirkjun í Glerá, ofan Akureyrar. Fallorka er í eigu Norðurorku. Áætluð ársframleiðsla er um 22 GígaWatt stundir, sem er hátt í 20 % af raforkuþörf Akureyringa, ef verksmiðja Becromal er ekki tekin með.
Áætlaður kostnaður er liðlega 800 milljónir króna. Andri Teitsson framkvæmdastjóri Fallorku segir stefnt að því að virkunin verði tilbúin eftir um tvö ár.