Frost 0 7 stig í dag
Veðurstofan gerir ráð fyrir hægviðri á Norðurlandi eystra í dag, frost verður á bilinu 0 til 7 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á þriðjudag:
Breytileg og síðar norðvestan átt, yfirleitt á bilinu 3-10 m/s. Él eða slydduél víða um land, síst þó NA-til. Hiti 0 til 4 stig með ströndinni en vægt frost inn til landsins.
Á miðvikudag:
Vestan og síðar suðvestan 3-8 m/s, en norðvestan 8-13 með A-ströndinni framan af degi. Víða léttskýjað, en skýjað V-ast um kvöldið. Áfram kalt.
Á fimmtudag:
Sunnan 10-18 m/s V-lands með rigningu eða súld en 8-13 á A-verðu landinu og bjartviðri. Hlýnar talsvert í veðri.
Á föstudag:
Sunnan 8-13 m/s en 10-15 við vesturströndina. Súld S- og V-lands, en hægari vindur og bjart á N- og A-landi. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast NA-til.
Á laugardag:
Útlit fyrir sunnan- og suðaustanátt með smásúld S-lands, en léttskýjuðu fyrir norðan og austan. Hlýtt í veðri.