Forystuskóli í fjarnámi
Vaxtarbroddurinn í þróun háskólastarfs er í fjarnáminu. Einn stærsti háskólinn á Bretlandi byggir eingöngu á fjarnámi og allir helstu vestrænu háskólarnir eru að þróa slíkt nám. Nemendur eiga ekki að þurfa að mæta í tíma og hlýða á fyrirlestur, þegar hægt er að fá hann sendan heim í tölvuna. Námið verður auk þess mun skilvirkara, nemendurnir geta sinnt náminu eftir hentugleika, segir Stefán B. Sigurðsson rektor Háskólans á Akureyri. Hann segir að skólinn ætli sér að halda áfram að vera í forystu um fjarnám á Íslandi. "Við erum að fá til starfa sérmenntaðan einstakling sem mun sinna sérstaklega nýjungum í þróun fjarnámsins.