Forstjóri Icelandair Group vill sameina lið KA og Þórs

Björgólfur Jóhannsson/mynd Siggi Anton
Björgólfur Jóhannsson/mynd Siggi Anton

Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group og formaður Smamtaka atvinnulífsins sat í aðalstjórn KA er hann bjó og starfaði á Akureyri. Í ítarlegu viðtali í Vikudegi í dag er meðal annars rætt við hann um hugsanlega sameiningu karlaliðal Þórs og KA í knattspyrnu. Honum finnst að Akureyri eigi alltaf að eiga sterkt lið í efstu deild.

„Eins og staðan er í dag berjast bæði liðin á Akureyri um sömu styrkina. Þegar ég var í stjórn KA viðraði ég þessa hugmynd, viðbrögðin voru þannig að ég minntist ekki oft á þetta. Ég skil vel hin hörðu KA og Þórs hjörtu sem skipta vissulega miklu máli. Ég er engu að síður enn þessarar skoðunar. Sjáðu bara hvernig hefur gengið í kvennaboltanum, sameiningin þar hefur gengið ljómandi vel fyrir sig og sama er að segja um handboltann,“ segir Björgólfur meðal annars í ítarlegu viðtali í prentútgáfu Vikudags í dag.

 

karleskil@vikudagur.is

Nýjast