Foreldrar funda vegna fíkniefnaneyslu
Við erum skelkuð yfir þessu, segir Heimir Eggerz Jóhannsson, faðir þriggja barna í Síðuskóla og formaður foreldrafélags skólans. Eins og Vikudagur greindi nýlega frá hefur kennslurjóður skammt frá Síðuskóla breyst í fíkniefnabæli, en svæðið var hugsað sem útikennslustofa.
Foreldrar í Síðuskóla eru uggandi og á aðalfundi félagsins í kvöld verður meðal annars rætt um hvernig hægt sé að bregðast við þessu. Til þess að takast á við þennan vanda þurfum við að standa saman, segir Heimir.
Nánar verður fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags á morgun.