Flottar myndir Agnesar Heiðu

„Ég hef nánast alla mína tíð haft áhuga á ljósmyndun, enda var ég ekki há í loftinu þegar ég eignaðist fyrstu myndavélina,“segir Agnes Heiða Skúladóttir lífeindafræðingur og áhugaljósmyndari á Akureyri. Hún sýnir á opnu Vikudags í dag nokkrar myndir úr myndarlegu safni sínu. Á vikudagur.is tökum við hins vegar forskot á sæluna og birtum þrjár myndir. „Reyndar er ljósmyndun í blóðinu. Afi minn var Haraldur Sigurgeirsson áhugaljósmyndari. Bræður hans, þeir Vigfús og Eðvarð voru báðir atvinnuljósmyndarar og myndir þeirra eru löngu þekktar meðal þjóðarinnar. Einnig er í fjölskyldunni fjöldinn allur af góðum áhugaljósmyndurum.“

Agnes birtir myndir sínar á http://www.flickr.com/agnesskula og einnig heldur hún úti síðunni http://www.blipfoto.com/agnesskula

„Þessi síða er reyndar orðin nokkuð stór, þar setur fólk eina mynd á dag, þannig að til verður dagbók fólksins.“

Agnes heldur einnig úti bloggsíðunni www.onegoodmoment.blogspot.com

 

Sjón er sögu ríkari!

Nýjast